Suivre l’actualité de ce titre (promotion, parution...)

Résumé

Langar þig til þess að heyra sögur um forboðnar ástir? Þessar sögur eftir Barböru Cartland fjalla um ást í meinum, ást sem kviknar þegar manneskjur eru lofaðar öðrum en tilfinningarnar taka völdin.

Lafði Vesta Cressintonfont ferðast til eyjunnar Katona til þess að giftast Alexander prins í bókinni Á valdi ástarinnar. Þar tekur Count Miklos Czakó á móti henni og vekur með henni tilfinningar sem hún vissi ekki að byggju innan með henni.

Í bókinni Vængir ástarinnar verður Amanda Burke, dóttir fátæks prests, á vegi Ramsay lávarðs sem hrífst strax af henni og ákveður að giftast henni. Það sama kvöld gerist nokkuð sem snýr lífi hennar á hvolf og hún neyðist til að játast Ramsay til þess að geta bjargað manninum sem hún elskar í raun og veru.

Markgreifinn af Weybourne fær það hlutverk að fylgja guðdóttur drottningarinnar til brúðkaups síns í bókinni Brúður gegn vilja sínum. Á ferðalagi þeirra bjargar hann þeim frá hópi ræningja og verður einnig ljóst að hann ætti einnig að bjarga henni frá hjónabandi með furstanum.

Í hafróti ástríðna er Sylvia ráðin sem barnfóstra á herragarði Roberts. Þar hvíla dimmir skuggar og leyndarmál sem valda því að Robert býr til óyfirstíganlega veggi á milli hans á Sylviu, þrátt fyrir að þau elski hvort annað.

Barbara Cartland (1901-2000) var afar afkastamikill höfundur. Hún skrifaði 723 bækur á sínum lífstíma og af þeim eru 644 rómantískar skáldsögur. Á heimsvísu seldust yfir 1. milljarður af bókum hennar og hafa þær verið þýddar yfir á 36 tungumál. Bækur hennar hafa ávallt verið gríðarlega vinsælar og slóg hún met fjölda vinsældarlista. Hún varð að einskonar goðsögn sinnar lífstíðar og verður ávallt minnst fyrir rómantísku skáldsögurnar sem eru elskaðar af fólki sem trúir því að ástin sé það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju. Vegna skilvirkni hennar hefur hún verið nefnd í metbókum Guinnes fyrir að hafa gefið út flestar bækur á einu ári og einnig var hún heiðruð af Elísabetu Bretadrottningu fyrir skrif sín sem sín félagslegu og pólitísku framlög.

Auteur

Auteur(s) : Barbara Cartland

Caractéristiques

Auteur(s) : Barbara Cartland

Publication : 21 décembre 2025

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : Livre audio [MP3]

Contenu(s) : MP3

Protection(s) : Aucune (MP3)

Taille(s) : 932 Mo (MP3)

Langue(s) : Islandais

EAN13 Livre audio [MP3] : 9788727250502

Les promos du moment