Suivre l’actualité de ce titre (promotion, parution...)

Résumé

Nær tuttugu ár eru liðin síðan Robyn og Zouga Ballantyne hófu nýjan kafla í Afríku og hefur margt á daga þeirra drifið. Zouga vann sér fljótt hylli sem ævintýramaður, rithöfundur og veiðigarpur, en sú frægðarsól hefur dalað með árunum.

Allur hans gróði er gott sem upp urinn og vonbrigðin leyna sér ekki. Með nýja ábyrgð á herðum sér, sem eiginmaður og tveggja barna faðir, þráir Zouga ekkert heitar en að grafa upp demanta á auðugum svæðum Suður-Afríku.

Altekinn af örvæntingu leggur Zouga upp í afdrifaríkt ferðalag sem einkennist af fórnum, ofbeldi og græðgi.

Tilvalin lesning fyrir aðdáendur Kim Follett og Clive Cussler.

Ballantyne fjölskyldan

Hin upprunalega Ballantyne bókasería samanstendur af fjórum skáldsögum sem spanna árin 1860-1980. Sögurnar gerast í Suður-Afríku og fjalla um ævintýri hinnar áhrifamiklu Ballantyne fjölskyldu milli kynslóða. Bækurnar draga upp raunsæja mynd af þeim sannsögulegu atburðum sem áttu sér stað í heimsálfunni á þessum tíma, svo sem þrælahaldi, arðráni og fleiri afleiðingum nýlendustefnu Breta. Hrífandi frásagnir og spennandi sögufléttur sem fara með lesandann í eftirminnilegt ferðalag.

Metsöluhöfundurinn Wilbur Smith fæddist í Norður-Ródesíu í Afríku árið 1933. Smith sérhæfði sig í sögulegum skáldskap með ævintýralegu ívafi og var þekktur fyrir einstaklega grípandi frásagnarstíl. Hann gaf út 49 bækur á ferli sínum sem voru þýddar á fjölmörg tungumál og seldust í milljónum eintaka.

Auteur

  • Wilbur SMITH (auteur)

    Wilbur Smith est né le 9 janvier 1933 en Rhodésie du Nord (actuelle Zambie) et vit depuis toujours en Afrique, source d'inspiration de la plupart de ses romans. C'est à sept ans qu'il décida de devenir écrivain après avoir déclaré à ses parents qu'il n'avait plus besoin d'aller à l'école, puisqu'il savait lire et écrire. Il fit néanmoins de brillantes études, en Afrique du Sud, avant d'entreprendre une carrière d'homme d'affaires. En 1964, Wilbur Smith publia son premier livre, Quand le lion a faim . Un succès immédiat, qui lui permit de se consacrer à la littérature. En 1993, il se lança avec succès dans une fresque historique consacrée sur l'Egypte avec Le Dieu Fleuve , Le Septième Papyrus , et Les Fils du Nil . Pendant plus de vingt ans Wilbur Smith a organisé son année selon un rythme immuable : il voyageait de novembre à janvier en Afrique, en Europe ou en Amérique, travaillait de février à juin compris, laissait reposer son manuscrit en juillet, le reprenait au mois d'août et le livrait à son éditeur en octobre. Aujourd'hui il a abandonné ce rythme soutenu pour celui, plus tranquille, d'un roman tous les deux ou trois ans. Auteur de vingt-neuf ouvrages dont vingt-sept ont été édités par les Presses de la Cité en France, Wilbur Smith est considéré depuis de nombreuses années comme le maître incontesté du roman d'aventures. Tous ses livres ont été des best-sellers mondiaux - ils sont traduits en vingt-sept langues - atteignant des tirages cumulés de soixante-dix millions d'exemplaires.

Auteur(s) : Wilbur SMITH

Caractéristiques

Auteur(s) : Wilbur SMITH

Publication : 5 juin 2025

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : Livre audio [MP3]

Contenu(s) : MP3

Protection(s) : Aucune (MP3)

Taille(s) : 1,14 Go (MP3)

Langue(s) : Islandais

EAN13 Livre audio [MP3] : 9788727158655

Les promos du moment